BHM auglýsir eftir ráðgjafa í þjónustuveri

Ráðgjafi í þjónustuveri BHM veitir félagsfólki upplýsingar um ýmis mál og veitir aðstoð með umsóknir um styrki úr sjóðum bandalagsins í samvinnu við ráðgjafateymi.

Starfssvið

  • Þjónusta við félagsfólk aðildarfélaga BHM
  • Móttaka og meðhöndlun gagna og umsókna
  • Yfirferð styrkjaumsókna
  • Umsjón og eftirlit með rafrænu umsóknarferli
  • Gagnaöflun fyrir stjórnir sjóða BHM
  • Hugmyndavinna og betrumbætur á sjálfsafgreiðslu og rafrænu aðgengi félagsfólks að upplýsingum á vef BHM
  • Innleiðing þjónustuaukandi leiða í samráði við aðra ráðgjafa þjónustuvers BHM

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og skipulagshæfni
  • Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð starfsreynsla af alhliða skrifstofustörfum
  • Reynsla af störfum félagasamtaka er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2023.

Nánari upplýsingar um starfið er á intellecta.is. Upplýsingar veitir Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 5111225.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt