Meirihluti aðildarfélaga BHM hefur undirritað kjarasamninga
18. apríl 2023
Stór hluti aðildarfélaga BHM hefur nú undirritað samninga en önnur halda viðræðum áfram.
Félögin hafa undanfarið fundað með ríki og sveitarfélögum um gerð kjarasamninga
Félögin hafa undanfarið fundað með ríki og sveitarfélögum um gerð kjarasamninga
Í lok mars náði viðræðunefnd BHM svokölluðu rammasamkomulagi við ríki og borg til 12 mánaða um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er rammi að meginatriðum kjarasamninga en eftir að það náðist tóku aðildarfélögin sjálf við viðræðum fyrir hönd síns félagsfólks.
Hluti félaga innan BHM hefur undirritað kjarasamninga síðan rammasamkomulagið náðist. 20 félög innan BHM hafa nú skrifað undir samning við ríkið. Dýralæknar hafa einnig skrifað undir samning við sveitarfélög.
Ertu með spurningar? Ekki hika við að hafa samband við þitt aðildarfélag til að fá nánari upplýsingar um stöðu kjaraviðræðna.