Meirihluti aðildarfélaga BHM hefur undirritað kjarasamninga

Stór hluti aðildarfélaga BHM hefur nú undirritað samninga en önnur halda viðræðum áfram.

Félögin hafa undanfarið fundað með ríki og sveitarfélögum um gerð kjarasamninga

Í lok mars náði viðræðunefnd BHM svokölluðu rammasamkomulagi við ríki og borg til 12 mánaða um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er rammi að meginatriðum kjarasamninga en eftir að það náðist tóku aðildarfélögin sjálf við viðræðum fyrir hönd síns félagsfólks.

Hluti félaga innan BHM hefur undirritað kjarasamninga síðan rammasamkomulagið náðist. 20 félög innan BHM hafa nú skrifað undir samning við ríkið. Dýralæknar hafa einnig skrifað undir samning við sveitarfélög.

Félög sem hafa skrifað undir samninga við ríkið:

  • Dýralæknafélag Íslands
  • Félag geislafræðinga
  • Félag háskólakennara
  • Félag háskólakennara á Akureyri
  • Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
  • Félag Íslenskra félagsvísindamanna
  • Félag íslenskra hljómlistarmanna
  • Félag íslenskra náttúrufræðinga
  • Félag leikstjóra á Íslandi
  • Félag lífeindafræðinga
  • Félag sjúkraþjálfara
  • Félagsráðgjafafélag Íslands
  • Fræðagarður
  • Iðjuþjálfafélag Íslands
  • Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
  • Ljósmæðrafélag Íslands
  • Sálfræðingafélag Íslands
  • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
  • Stéttarfélag lögfræðinga
  • Þroskaþjálfafélag Íslands

Félög sem hafa skrifað undir samning við sveitarfélög:

  • Dýralæknafélg Íslands

Ertu með spurningar? Ekki hika við að hafa samband við þitt aðildarfélag til að fá nánari upplýsingar um stöðu kjaraviðræðna.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt