Höfuð, herðar, hné og tær

Vinnueftirlitið og VIRK hafa tekið höndum saman og standa að vitundarvakningu undir yfirskriftinni Höfuð, herðar, hné og tær. Þar er fjallað um mikilvægi þess að byggja upp trausta og heilbrigða vinnustaðamenningu sem leggur grunn að öryggi og vellíðan starfsfólks.

Vinnuumhverfið hefur áhrif á starfsfólk frá toppi til táar. Horfa þarf á heildarmyndina og huga að þáttum sem hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Áhersla er ekki hvað síst á mikilvægi þess að tekið sé vel á móti ungu fólki inn á vinnumarkaðinn, segir í kynningu verkefnisins.

Á vefsíðu vitundarvakningarinnar má finna gagnlegar upplýsingar og góð ráð um það hvernig byggja má upp traust, stuðla að fjölbreytileika og inngildingu og efla jákvæð samskipti í vinnunni.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt