Leikarar og dansarar boða verkföll í Borgarleikhúsinu

Lítið hefur miðað í samningaviðræðum Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) og Leikfélags Reykjavíkur ses. sem annast rekstur Borgarleikhússins. Viðræður um nýjan kjarasamning fyrir dansara og leikara hafa staðið yfir síðan í september 2024 án árangurs. Í lok nóvember sl. var deilunni vísað til ríkissáttasemjara án þess að það skilaði neinum árangri.

Nú nýlega lýsti samninganefnd FÍL viðræðurnar árangurslausar og hélt í kjölfarið deildarfund þar sem ákveðið var að fram færi atkvæðagreiðsla um vinnustöðvanir leikara og dansara í Borgarleikhúsinu á tilteknum dögum.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu var sú að verkföll voru samþykkt með 90% greiddra atkvæða og fara fram á eftirfarandi dögum frá kl. 18:30 til 23:00:

· Fimmtud. 20. mars

· Föstud. 21. mars

· Laugard. 22. mars

· Sunnud. 23. mars

· Fimmtud. 27. mars

· Laugard. 29. mars

· Sunnud. 30. mars

BHM lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu FÍL og hvetur Leikfélag Reykjavíkur ses. til að mæta félaginu í viðræðunum og reyna að leysa úr deilunni áður en til verkfalla kemur.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt