Ljósmæður skrifa undir fjögurra ára kjarasamning við ríkið

Ljósmæðrafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið þann 11. júlí síðastliðinn.

Samningurinn er til fjögurra ára með afturvirkni frá 1. apríl og er í anda annarra samninga sem þegar hefur verið skrifað undir s.s. samning Visku stéttarfélags við ríkið.

„Við erum mjög sáttar við samninginn þar sem við teljum hann ábyrgan og stuðla að lækkun stýrivaxta sem er mikil kjarabót fyrir okkar félagskonur eins að aðra. Í samningnum er einnig bókun varðandi stofnanasamninga sem er okkar félagskonum mikilvæg,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands.

Kjarasamningurinn verður kynntur ljósmæðrum miðvikudaginn 17. júlí og fimmtudaginn 18. júlí og segir Unnur Berglind stefnt að því að kosning um samninginn hefjist föstudaginn 19. júlí.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt