Nýr samningur Félags sjúkraþjálfara við Sjúkratryggingar Íslands
22. maí 2024
Félag sjúkraþjálfara samdi í gær við Sjúkratryggingar Íslands en félagið hefur lengi óskað eftir því að gerður yrði nýr samningur. Fyrri samningur rann út árið 2020 en sá nýi gildir í fimm ár.
Með nýja samningnum falla niður aukagjöld sem rukkuð hafa verið samhliða komugjöldum til sjúkraþjálfara. Kostnaður þeirra sem þurfa að leita til sjúkraþjálfara mun því minnka umtalsvert.
Gunnlaugur Már Briem formaður Félags sjúkraþjálfara sagði í kvöldfréttum RUV í gær að samningsleysið hafi bitnað meðst á því fólki sem hefur minna á milli handanna. Fyrir þá sem nýti þjónustuna hafi kostnaðurinn hlaupið á tugum þúsunda króna árlega. Hann sagðist gera ráð fyrir að aukagjöld myndu falla niður strax næstu mánaðarmót en samningurinn í heild sinni og ný gjaldskrá taka gildi í haust.