Velkomin á nýjan vef BHM!
25. október 2022
Nýr og endurbættur vefur BHM er kominn í loftið. Markmiðið er betri þjónusta og stórbætt aðgengi að upplýsingum fyrir öll.
Opnun vefsins er stór áfangi en talsverð vinna var lögð í þarfagreiningu, hönnun og forritun frá grunni. Vefurinn var einfaldaður til muna með það að markmiði að gera hann aðgengilegri, skýrari og léttari.