Opið fyrir umsóknir um styrki í Vinnuverndarsjóð

BHM vekur athygli á að nú er opið fyrir umsóknir um styrki í Vinnuverndarstjóð sem hefur það markmið að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði. Við mat á umsóknum verður einkum litið til verkefna og rannsókna er varða tengsl einstakra sjúkdóma og vinnutengdra einkenna við vinnuumhverfi.

Styrkhæfar umsóknir eru einnig verkefni og rannsóknir er varða:

· samfélagslegan og efnahagslegan ávinning af vinnuvernd

· orsakir, tíðni og þróun vinnuslysa í ákveðnum starfsgreinum

· jákvæða ímynd og viðhorf almennings til vinnuverndar

· vitundarvakningu einstakra hópa á vinnumarkaði um vinnuvernd, svo sem starfsfólks sem skilur ekki íslensku, ungs fólks og starfsfólks er sinnir áhættusömum störfum.

· þekkingu á mikilvægi góðrar vinnustaðamenningar

· tengsl slæmra vinnuskilyrða og fjarveru starfsfólks

· aukna vitund almennings um vinnutengda kulnun og hvernig megi fyrirbyggja hana

· nýsköpun á sviði vinnuverndar

· viðbrögð við áhrifum aukinnar sjálfvirkni og tæknivæðingar á vinnuumhverfið

· áhrif samþættingar fjarvinnu og vinnu á vinnustað á vinnuvernd

Frestur til að skila inn umsóknum í sjóðinn er til fimmtudagsins 27. marsnæstkomandi. Stefnt er að úthlutun styrkja í apríl 2025.

Á vef Vinnueftirlitsins er að finna nánari upplýsingar um reglur um úthlutun, fjárhæðir styrkja og fleira.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt