Samningar Fh og FHA samþykktir

Félagsmenn í Félagi háskólakennara og Félagi háskólakennara á Akureyri samþykktu á föstudag kjarasamninga sem félögin höfðu undirritað fyrr í vikunni ásamt fjármála- og efnahagsráðherra.  

Háskólafélögin þrjú innan BHM, Félag háskólakennara (Fh), Félag háskólakennara á Akureyri (FHA) og Félag prófessora við ríkisháskóla (FPR) mynduðu í vor sameiginlega samninganefnd og lögðu því í fyrsta sinn fram sameiginlega kröfugerð. Áherslumál félaganna snéru að frekari réttindum fyrir sitt félagsfólk, annars vegar í kjarasamningum og hins vegar í bókunum í stofnanasamningum.

Fh og FHA undirrituðu nýja kjarasamninga ásamt fjármála og efnahagsráðherra 16. september sl. Þeir voru í framhaldi kynntir félagsfólki og fóru síðan til atkvæðagreiðslu, sem lauk með samþykkt sem fyrr segir. FPR hefur hins vegar vísað sínum samningaviðræðum til sáttasemjara.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt