Samningar Fh og FHA samþykktir
23. september 2024
Félagsmenn í Félagi háskólakennara og Félagi háskólakennara á Akureyri samþykktu á föstudag kjarasamninga sem félögin höfðu undirritað fyrr í vikunni ásamt fjármála- og efnahagsráðherra.
Háskólafélögin þrjú innan BHM, Félag háskólakennara (Fh), Félag háskólakennara á Akureyri (FHA) og Félag prófessora við ríkisháskóla (FPR) mynduðu í vor sameiginlega samninganefnd og lögðu því í fyrsta sinn fram sameiginlega kröfugerð. Áherslumál félaganna snéru að frekari réttindum fyrir sitt félagsfólk, annars vegar í kjarasamningum og hins vegar í bókunum í stofnanasamningum.