Yfirlýsing formanns BHM vegna kjarasamninga á almennum markaði

Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara í dag

Ég fagna því að niðurstaða hafi náðst í kjaraviðræðum á almennum markaði. Þó samningar til lengri tíma væru jafnan æskilegri þá er skammtímasamningur bæði skynsamleg og eðlileg niðurstaða á þessum tímapunkti, meðal annars vegna efnahagslegra óvissuþátta.

Í ljósi þessarar niðurstöðu væri skynsamlegt að fulltrúar aðildarfélaga BHM eigi fund með formanni samninganefndar ríkisins án tafar og kanni möguleikann á að flýta viðræðum.

Auk hefðbundinna kjarabóta þarf að eiga sér stað virkt samtal um þau atriði sem brenna á aðildarfélögum BHM, meðal annars þau sem sett voru fram í megináherslum okkar þegar jafnréttissamningurinn var kynntur í byrjun nóvember.

Ég hvet því formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við í BHM erum tilbúin til viðræðna strax.

Friðrik Jónsson, formaður BHM

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt