Í vikunni samþykktu aukaaðalfundir Félags íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarðs og Stéttarfélags bókasafns og upplýsingafræðinga að sameina krafta sína undir merkjum nýs stéttarfélags sem ber heitið Viska.
Viska verður stærsta aðildarfélag BHM með um 4.500 félaga og jafnframt eitt stærsta stéttarfélag sérfræðinga á Íslandi. Eftir sameiningu verða aðildarfélög bandalagsins 26 talsins og félagafjöldi þeirra um 18 þúsund.
Fráfarandi formenn stéttarfélaganna þriggja voru að vonum ánægð með niðurstöðu aukaaðalfunda félaganna þriggja en að baki sameiningunni liggur mikil undirbúningsvinna.
Ég er í skýjunum yfir þeim undirtektum sem sameiningin hefur fengið frá félagsfólki. Sameinuð erum við sterkari og það er mér mikill heiður að sitja í formennsku í Visku. Við í stjórn félagsins horfum til framtíðarinnar og ég hlakka til að starfa með félagsfólki að bættum kjörum og réttindum á vinnumarkaði.
Það er mikill styrkur fólginn í því að ganga inn í komandi kjaravetur undir merkjum Visku. Hagsmunir félagsfólks til skemmri og lengri tíma eru tryggðir í sterku, sameinuðu félagi.
Sameiningarstarfið hefur gengið vonum framar. Stjórnarfólk, starfsfólk og félagsfólk vann af heilindum og sú samstaða sem hefur skapast er lykillinn að því hversu vel tókst til. Nú tekur við næsti kafli sem er að koma félaginu á fót og vinna sameiginlega að verkefnum þess.
Tengdar færslur
- 21. október 2024
Björg Kjartansdóttir er nýr framkvæmdastjóri BHM
- 9. október 2024
Mikilvægt að framlengja heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á húsnæðislán
- 25. september 2024
Gagnrýna samráðsleysi við heildarsamtök launafólks
- 19. september 2024
Flutningur á gagnagrunnum BHM milli hýsingaraðila
- 17. september 2024
Formenn norrænna heildarsamtaka háskólmenntaðra funda
- 11. september 2024
Eru sérfræðingar reiðubúnir fyrir notkun gervigreindar á vinnustöðum?