Fulltrúar Visku og samninganefndar við undirritun. Mynd af vef Visku.
Í frétt á vef Visku kemur fram að samningurinn feli í sér mikilvægar breytingar sem séu til þess fallnar að breyta lagaumhverfi félagsfólks Visku sem starfar hjá sveitarfélögum. „Meðal nýjunga er að háskólamenntun er hærra metin til launa og sveitarfélögum er gert heimilt að greiða launaauka fyrir sérstaka frammistöðu og hæfni í starfi ásamt öðrum þáttum.“ Samningurinn mun gilda afturvirkt frá 1. apríl.
„Þetta er stór sigur fyrir okkur,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku í frétt á vef félagsins. „Við höfum lengi talað fyrir því að fagleg hæfni og menntun fái aukið vægi í launum og er þetta skref í þá átt. Samningurinn gerir sveitarfélögin enn fremur samkeppnishæfari gagnvart sérfræðingum.”
Tengdar færslur
- 20. janúar 2025
Félagsfólk fimm aðildarfélaga samþykkja samninga
- 15. janúar 2025
Fimm aðildarfélög semja við Reykjavíkurborg
- 2. janúar 2025
Félagsfólk samþykkir kjarasamninga við ríkið og sveitarfélög
- 20. desember 2024
Fleiri kjarasamningar undirritaðir
- 12. desember 2024
Iðjuþjálfar og sálfræðingar samþykkja kjarasamninga við sveitarfélög
- 29. nóvember 2024
Félagsráðgjafafélag Íslands semur við sveitarfélögin