Virðismat starfa - kynning og næstu skref

Opinn fundur um virðismat starfa í þágu launajafnréttis verður haldinn á Hótel Natura miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 9:00 til 11:00.

Skýrsla aðgerðarhóps um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði, Virðismat starfa, var nýlegar birt á vef Stjórnarráðsins. Formaður BHM sat í aðgerðarhópi og mun Kolbrún Halldórsdóttir taka þátt í pallborðsumræðum á fundinum, ásamt fulltrúum frá öðrum heildarsamtökum launafólks, fulltrúa frá Jafnlaunastofu og Kjara- og mannauðssýslu ríkisins.

Mynd er tekin af forsíðu skýrslunnar Virðismat starfa

Á fundinum verður skýrslan kynnt ásamt því að farið verður yfir næstu skref um virðismat starfa í þágu launajafnréttis og jafnréttis á vinnumarkaði.

Starfshópurinn setti í skýrslu sinni fram tillögur sem byggir á samstarfi aðila um tilteknar aðgerðir til að fylgja eftir verkefnum sem unnin hafa verið á vettvangi hópsins.

Áherslur á endurmat á virði kvennastarfa má rekja til þess að fjöldi rannsókna undanfarin ár hafa sýnt að kynskipting vinnumarkaðarins og vanmat á störfum kvennastétta er meginástæða launamunar kynjanna

Úr skýrslunni Virðismat starfa

Fundinum verður streymt af vef Stjórnarráðsins ásamt því að upptaka frá fundi verður aðgengileg á vefnum að fundi loknum með enskum texta.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt