Ríkið

Kjarasamningar við ríkið eru tvískiptir

Í miðlægum kjarasamningi eru almenn ákvæði um réttindi og skyldur, s.s. vinnutíma, orlof og veikindarétt og auk almennra launahækkana.

Í stofnasamningum, sem eru hluti kjarasamninga, er hins vegar samið um aðlögun tiltekinna þátta kjarasamninga að þörfum stofnana og starfsmanna með hliðsjón af eðli starfsemi, skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnunum sérstöðu. Stofnanir hafa síðan tækifæri til að umbuna starfsmönnum sínum á grundvelli mats á persónu-og tímabundnum þáttum, svo sem menntun, reynslu, og frammistöðu.

Kjarasamningur

Í kjarasamningum aðildarfélaga BHM við ríkið eru almenn ákvæði um réttindi og skyldur, s.s. vinnutíma, orlof og veikindarétt og auk almennra launahækkana. Í 11. kafla kjarasamnings er fjallað um meginþætti og markmið stofnanasamninga.

Stofnanasamningur

Í stofnanasamningi er fyrst og fremst fjallað um röðun starfa og hvaða þættir og/eða forsendur skuli ráða röðun þeirra. Við röðun starfa í launaflokka eru metin þau verkefni og sú ábyrgð sem í starfinu felst auk þeirrar færni (kunnáttustig/sérhæfing) sem þarf til að geta innt starfið af hendi. Starfslýsing er ein af forsendum röðunar starfa í launaflokka og skal hún endurskoðuð í takt við þróun viðkomandi starfs.

Í stofnanasamningi er einnig samið um persónu- og tímabundna þætti svo sem viðbótarmenntun sem nýtist í starfi, starfsreynslu, hæfni, frammistöðu, o.fl.

Með stofnanasamningi er ákvörðun um launasetningu starfa færð nær starfsvettvangi þar sem hægt er að bregðast hraðar við breytingum sem eiga sér stað á störfum og skipulagi stofnana og stuðla að árangurstengingu launa í samræmi við markmið og stefnu stofnana.

Markmið er einnig að að auka gæði þjónustu stofnunar með því að efla samstarf starfsmanna og stjórnenda á vinnustað. Samstarfinu er ætlað að bæta rekstrarskipulag stofnunar, bæta nýtingu rekstrarfjármagns og skapa grundvöll fyrir aukinni hagræðingu og skilvirkara launakerfi og þannig gefa starfsmönnum tækifæri til að þróast og bæta sig í starfi og þar með auka möguleika þeirra á bættum kjörum.

Stofnanasamningar eru aðgengilegir á heimasíðum aðildarfélaga BHM.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt