Sjálfseignarstofnanir starfa á ýmsum sviðum samfélagsins, allt frá menningu og góðgerðarmálum til heilbrigðis- og menntakerfis.
Kjarasamningar aðildarfélaga BHM við sjálfseignarstofnanir eru tvenns konar.
- Annars vegar við sjálfseignarstofnanir í almannaþágu sem semja á grundvelli 2. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þ.e. eru á fjárlögum eða fá greiðslur frá ríkissjóði eða sveitarfélagssjóði.
- Hins vegar eru samningar við sjálfseignarstofnanir sem semja á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur en eru ekki fjármagnaðar að mestu leyti af almannafé.
BHM
Félagsfólki er ráðlagt að hafa samband við sitt aðildarfélag innan BHM til að fá nánari upplýsingar um laun og önnur starfskjör.