Skattar á sjálfstætt starfandi
Skatturinn veitir upplýsingar um skráningu verktaka á launagreiðendaskrá og skattalega meðferð tekna í sjálfstæðum atvinnurekstri. Opna vefsíðu Skattsins
Slysatryggingar/rekstrarstöðvun
Tryggingafélög bjóða þeim sem starfa sjálfstætt ýmsar tryggingar, m.a. slysatryggingar og rekstrarstöðvunartryggingar.
Atvinnuleysistryggingar
Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta átt rétt á greiðslum atvinnuleysisbóta hafi rekstur verið stöðvaður (launagreiðandaskrá lokað) og staðin hafi verið skil á greiðslu tryggingagjalds og staðgreiðsluskatts af reiknuðu endurgjaldi.
Sjá nánar á vefsíðu Vinnumálastofnunar
Gjaldþrot
Við gjaldþrot verkkaupa eiga verktakar ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðasjóði launa. Verktökum sem lenda í þessum aðstæðum er ráðlagt að hafa samband við sitt aðildarfélag innan BHM.