Fé­lags- og sjóða­gjöld

Sjálfstætt starfandi einstaklingar eiga jafnan rétt á þátttöku í starfi og þjónustu aðildarfélaga BHM gegn greiðslu iðgjalda, eftir því sem lög félaganna kveða á um.

Félagsgjöld til aðildarfélaga BHM

Félagsgjöld sjálfstætt starfandi reiknast út frá því reiknaða endurgjaldi sem viðkomandi telur sér til tekna. Sú upphæð myndar sömuleiðis stofn til greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds samkvæmt ákvæðum skattalaga.

Í tilviki launafólks eru félagsgjöld hins vegar reiknuð sem hlutfall af heildarlaunum.

Sum aðildarfélög starfrækja fagdeildir til aðgreiningar frá starfsemi og hlutverki kjaradeildar. Um aðild og gjöld til fagdeilda fer samkvæmt lögum viðkomandi félags.

Hér má nálgast yfirlit yfir félagsgjöld einstakra aðildarfélaga.

Sjúkrasjóðir og endurmenntun

Sjálfstætt starfandi einstaklingar eiga kost á aðild að sjúkrasjóðum og endurmenntunarsjóðum BHM.

Um aðildarskyldu er ekki að ræða, andstætt því sem gildir um almennt launafólk.

Sjúkrasjóður BHM 1% (valkvætt gjald)

Orlofssjóður BHM 0,25% (valkvætt gjald)

Starfsmenntunarsjóður BHM 0,22% (valkvætt gjald)

Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,70% (valkvætt gjald)

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt