Fé­lags- og sjóða­gjöld

Sjálfstætt starfandi einstaklingar eiga rétt á þátttöku í starfi og þjónustu aðildarfélaga BHM gegn greiðslu iðgjalda, eftir því sem lög félaganna kveða á um.

Félagsgjöld til aðildarfélaga

Félagsgjöld reiknast út frá því reiknaða endurgjaldi sem viðkomandi telur sér til tekna. Sú upphæð myndar sömuleiðis stofn til greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds samkvæmt ákvæðum skattalaga.

Í tilviki launafólks eru félagsgjöld hins vegar reiknuð sem hlutfall af heildarlaunum.

Sum aðildarfélög BHM starfrækja fagdeildir til aðgreiningar frá starfsemi og hlutverki kjaradeildar.

Um aðild og gjöld til fagdeilda fer samkvæmt lögum viðkomandi félags.

Hér má nálgast yfirlit yfir félagsgjöld einstakra aðildarfélaga.

Sjúkrasjóðir og starfsmenntun

Sjálfstætt starfandi eiga kost á aðild að sjúkrasjóðum og endurmenntunarsjóðum BHM.

Um aðildarskyldu er ekki að ræða, andstætt því sem gildir um almennt launafólk.

Sjúkrasjóður BHM 1% (valkvætt gjald)

Orlofssjóður BHM 0,25% (valkvætt gjald)

Starfsmenntunarsjóður BHM 0,22% (valkvætt gjald)

Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,70% (valkvætt gjald)

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði.

Iðgjaldaskil

Senda ber inn skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum. Skilagreinin þarf að vera merkt réttu stéttarfélagsnúmeri til innheimtu BHM og skilað inn fyrir gjalddaga, sem er 15. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð.

Mikilvægar dagsetningar:

  • Gjalddagi: 15. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð
  • Eindagi: Síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar

Greiðslufyrirkomulag:

  • Þegar skilagrein hefur borist stofnast krafa í netbanka viðkomandi, nema óskað hafi verið eftir öðrum greiðslumáta eða ef greiðsla hefur ávallt verið gerð með millifærslu.
  • Ef greiðsla berst ekki fyrir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.
  • Mikilvægt er að skilagreinar berist fyrir hvern mánuð, annars stofnast ekki krafa í netbanka.

Ef einhverjar spurningar vakna um iðgjaldaskil eða fyrirkomulag greiðslna er hægt að leita til viðkomandi þjónustusviðs BHM.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt