- Sjálfstætt starfandi sérfræðingar
- Reiknivél fyrir útselda vinnu
- Félags- og sjóðagjöld
- Sjóðir BHM
- Skattar
- Rekstur, eigin kennitala eða félag
- Tryggingar, lögbundnar og valkvæðar
- Óskráð atvinnustarfsemi
- Höfundarréttur og tengd réttindi
- Lífeyrissjóður
- Sjúklingatryggingar - heilbrigðisstarfsmenn
- Atvinnuleysisbætur
- Fæðingarorlof
- Gjaldþrot
Mikilvægi skráðrar atvinnustarfsemi
Allir sem hyggjast starfa sjálfstætt þurfa að skrá sig sem rekstraraðila hjá Skattinum. Þetta á jafnt við hvort sem viðkomandi hyggst stunda reglubundin verkefni sem sjálfstætt starfandi og selja þjónustu á sínu fagsviði eða vinna aukaverkefni til hliðar við dagleg störf sem launamaður. Að skila sköttum og gjöldum og vera með allt uppi á borðum er forsenda þess að einstaklingur njóti þeirra réttinda sem fylgja því að vera virkur þátttakandi á vinnumarkaði.
Skattgreiðslur og réttindi fara saman
Félagsleg réttindi og öryggi byggjast á því að fólk sé virkt á vinnumarkaði – sem launamenn eða sjálfstætt starfandi – og greiði opinber gjöld af þeim tekjum sem það aflar. Meðal mikilvægra réttinda sem byggjast á skráðri atvinnustarfsemi og skilum á gjöldum eru:
- Atvinnuleysisbætur
- Fæðingarorlofsgreiðslur
- Lífeyrissparnaður og réttindi úr lífeyrissjóðum
- Réttindi innan sjúkrasjóða og starfsmenntasjóða BHM
Slík réttindi byggjast á því að viðkomandi hafi verið virkur á vinnumarkaði í ákveðinn tíma – og að sköttum og gjöldum hafi verið skilað í samræmi við það.
Óskráð atvinnustarfsemi – oft nefnd „svört vinna“ – er hins vegar engum til hagsbóta. Fólk sem starfar þannig kemur jafnan að lokuðum dyrum þegar mikilvæg félagsréttindi og greiðslur eru annars vegar.
Réttindi byggð á búsetu – og sameiginleg ábyrgð
Sum grunnréttindi á borð við sjúkratryggingar og aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auk almenns lífeyris frá Tryggingastofnun, byggjast að búsetu á Íslandi (skráð lögheimili). Þau eru þó fjármögnuð með sameiginlegum sköttum allra landsmanna – og því mikilvæg að allir taki þátt í því samfélagslega verkefni sem það er að viðhalda öflugu velferðarkerfi.