Óskráð at­vinnu­starf­semi

BHM hvetur alla sem starfa sjálfstætt – tímabundið eða til lengri tíma – til að skrá sig formlega og tryggja réttindi sín.

Mikilvægi skráðrar atvinnustarfsemi

Allir sem hyggjast starfa sjálfstætt þurfa að skrá sig sem rekstraraðila hjá Skattinum. Þetta á jafnt við hvort sem viðkomandi hyggst stunda reglubundin verkefni sem sjálfstætt starfandi og selja þjónustu á sínu fagsviði eða vinna aukaverkefni til hliðar við dagleg störf sem launamaður. Að skila sköttum og gjöldum og vera með allt uppi á borðum er forsenda þess að einstaklingur njóti þeirra réttinda sem fylgja því að vera virkur þátttakandi á vinnumarkaði.

Skattgreiðslur og réttindi fara saman

Félagsleg réttindi og öryggi byggjast á því að fólk sé virkt á vinnumarkaði – sem launamenn eða sjálfstætt starfandi – og greiði opinber gjöld af þeim tekjum sem það aflar. Meðal mikilvægra réttinda sem byggjast á skráðri atvinnustarfsemi og skilum á gjöldum eru:

Slík réttindi byggjast á því að viðkomandi hafi verið virkur á vinnumarkaði í ákveðinn tíma – og að sköttum og gjöldum hafi verið skilað í samræmi við það.

Óskráð atvinnustarfsemi – oft nefnd „svört vinna“ – er hins vegar engum til hagsbóta. Fólk sem starfar þannig kemur jafnan að lokuðum dyrum þegar mikilvæg félagsréttindi og greiðslur eru annars vegar.

Réttindi byggð á búsetu – og sameiginleg ábyrgð

Sum grunnréttindi á borð við sjúkratryggingar og aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auk almenns lífeyris frá Tryggingastofnun, byggjast að búsetu á Íslandi (skráð lögheimili). Þau eru þó fjármögnuð með sameiginlegum sköttum allra landsmanna – og því mikilvæg að allir taki þátt í því samfélagslega verkefni sem það er að viðhalda öflugu velferðarkerfi.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt