Sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­ingar

Sífellt fleiri kjósa að starfa sjálfstætt enda hefur það marga kosti að geta stjórnað bæði vinnutíma sínum og starfsumhverfi.

Stuðningur og þjónusta BHM

Sjálfstætt starfandi sérfræðingar eru mikilvægur hluti BHM, og bandalagið vinnur markvisst að því að tryggja að þessi hópur njóti öflugrar hagsmunagæslu og aðgengis að réttindum og úrræðum.

Sjálfstætt starfandi eru hvattir til að leita upplýsinga og ráðgjafar hjá sínu aðildarfélagi innan BHM um réttindi sem tengjast félagsaðild og sjóðum BHM og um önnur mikilvæg atriði sem tengjast starfsskilyrðum þeirra.

Því fylgir ákveðin aukavinna og ábyrgð að starfa sjálfstætt. Sjálfstætt starfandi einstaklingar bera sjálfir ábyrgð á öllum þáttum rekstrarins, þar með talið sköttum, gjöldum og greiðslum iðgjalda til lífeyrissjóðs. Þeir þurfa einnig að huga sérstaklega að tryggingum, samningsgerð og verðlagningu á þjónustu sinni.

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að staða sjálfstætt starfandi er frábrugðin stöðu launafólks – sem nýtur margvíslegra réttinda samkvæmt lögum og kjarasamningum. Því er lykilatriði að sjálfstætt starfandi geri sér grein fyrir eigin réttindum og skyldum, sem og þeim stuðningi sem aðildarfélög BHM geta veitt.

Hvernig áætla sjálfstætt starfandi verð á útseldri vinnu?

Reiknivél BHM er gagnlegt verkfæri sem hjálpar sjálfstætt starfandi sérfræðingum að reikna út sanngjarnt verð á útseldri vinnu. Hún áætlar meðal annars kostnað vegna orlofs, veikindaréttar, trygginga og annarra þátta sem launafólk nýtur.

Stuðningur og upplýsingar fyrir sjálfstætt starfandi

Á vef BHM er að finna upplýsingar um helstu þætti sem snerta sjálfstætt starfandi sérfræðinga:

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt