- Sjálfstætt starfandi sérfræðingar
- Reiknivél fyrir útselda vinnu
- Félags- og sjóðagjöld
- Sjóðir BHM
- Skattar
- Rekstur, eigin kennitala eða félag
- Tryggingar, lögbundnar og valkvæðar
- Óskráð atvinnustarfsemi
- Höfundarréttur og tengd réttindi
- Lífeyrissjóður
- Sjúklingatryggingar - heilbrigðisstarfsmenn
- Atvinnuleysisbætur
- Fæðingarorlof
- Gjaldþrot
Réttindi sjálfstætt starfandi sérfræðinga
Sjálfstætt starfandi sérfræðingar á almennum vinnumarkaði sem greiða iðgjöld til sjóða BHM eiga rétt á ýmsum styrkjum og greiðslum.
Félagsfólk er hvatt til að kynna sér réttindi sín og leita ráðgjafar hjá starfsfólki sjóða.
Hér er yfirlit yfir helstu sjóði sem standa þeim til boða:
Sjúkrasjóður BHM
Sjálfstætt starfandi sjóðfélagar eiga rétt á greiðslu sjúkradagpeninga, eins og launafólk á almennum vinnumarkaði. Ákveðnar sérrreglur gilda um þennan hóp, m.a. varðandi biðtíma eftir sjúkradagpeningum.
- Biðtími til bótaréttar er 2 mánuðir vegna eigin veikinda.
- Upphæð sjúkradagpeninga byggist á iðgjöldum sem greidd eru í sjóðinn. Umsækjandi þarf að leggja fram gögn úr staðgreiðsluskrá.
- Iðgjald í sjóðinn ætti að vera 1% af reiknuðu endurgjaldi hvers mánaðar.
Orlofssjóður BHM
Orlofssjóðurinn veitir félagsfólki, hjá hinu opinbera og á almennumm vinnumarkaði, aðgang að orlofshúsum um land allt og ýmsum afsláttum er tengjast orlofstöku.
- Iðgjald í sjóðinn ætti að vera 0,25% af reiknuðu endurgjaldi hvers mánaðar.
- Punktaávinnsla: 4 punktar á mánuði miðast við greiðslu framlags í sjóðinn.
- Viðhalda má sjóðsaðild í fæðingarorlofi, í atvinnuleysi eða eftir töku lífeyris með greiðslu framlags, árgjalds eða ævigjalds.
Starfsmenntunarsjóður BHM
Sjálfstætt starfandi félagsfólk á almennum vinnumarkaði getur sótt um styrki til að bæta við sig þekkingu og færni í starfi.
- Iðgjald í sjóðinn ætti að vera 0,22% af reiknuðu endurgjaldi hvers mánaðar, í 6 mánuði, þar af 3 mánuði samfellt.
- Styrkir eru veittir til menntunar og fræðslu sem tengist fagsviði eða starfi umsækjanda.
- Sjálfstætt starfandi á almennum vinnumarkaði leita helst aðildar að þessum sjóði.
- Félagsaðild þarf að vera orðin virk áður en verkefnið, sem sótt er um styrk fyrir, hefst.
Starfsþróunarsetur
Styrkhæf verkefni er nám á háskólastigi, faglegt nám og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun).
- Iðgjald í sjóðinn ætti að vera 0,7% af reiknuðu endurgjaldi hvers mánaðar, í samtals sex mánuði, þar af í samfellda þrjá mánuði áður en sá atburður sem leiðir til styrkumsóknar á sér stað.
- Starfi félagsfólk hjá stofnunum sem falla undir lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna telst það hafa fullgilda aðild um leið og greiðslur iðgjalda hefjast.
- Félagsaðild að Starfsþróunarsetrinu þarf að vera orðin virk áður en verkefnið, sem sótt er um styrk fyrir, hefst.
Félagsfólk í þeim 17 af 24 aðildarfélögum BHM sem samið hafa um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna öðlast rétt til úthlutunar styrks þegar greidd eru iðgjöld til.
Starfsþróunarsetur