Réttindi í sjóðum BHM
Reglur sjóða BHM ná jafnt til allra félagsmanna aðildarfélaga BHM óháð ráðningarformi, fyrir utan ákvæði er snerta sjálfstætt starfandi vegna sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM.
Samkvæmt úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs BHM hefur sjálfstætt starfandi sjóðfélagi rétt til greiðslu sjúkradagpeninga sem um launþega væri að ræða. Biðtími til bótaréttar vegna sjálfstætt starfandi félagsmanna er 2 mánuðir vegna eigin veikinda.
Ef iðgjald í Sjúkrasjóð BHM endurspeglar ekki raunveruleg heildarlaun getur það haft áhrif á upphæð sjúkradagpeninga. Almenna reglan er sú að reikna á 1% iðgjald af heildarlaunum eins og þau eru hverju sinni. Staðgreiðsluskrá er skoðuð hjá sjálfstætt starfandi/verktökum.
Félagsfólk aðildarfélaga BHM sendir inn iðgjöld í gegnum rafrænt form skilagreina eða að kaupa bókhaldsþjónustu sem sendir skilagreinar úr launakerfi.