Líf­eyr­is­sjóð­ur

Samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eru allir starfandi einstaklingar á vinnumarkaði, þar með talið sjálfstætt starfandi, skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð. 

Upphæð iðgjalda og gjalddagi

Reglur um lífeyrisiðgjöld og réttindi eru skilgreind í lögum og samþykkjum hlutaðeigandi lífeyrissjóða.

Sjálfstæðum atvinnurekendum ber að greiða að lágmarki 15,5% af reiknuðu endurgjaldi í lífeyrissjóð. Heimilt er að greiða 3,5% af því í tilgreinda séreign.

Sjálfstætt starfandi geta jafnframt greitt umfram þessa lágmarksskyldu ef þeir kjósa svo.

Iðgjöldin á að greiða mánaðarlega. Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar eftir að laun eru greidd. Eindagi er síðasti dagur greiðslumánaðar. Ef iðgjöld greiðast eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

Val á lífeyrissjóði

Sjálfstætt starfandi bera sjálfir ábyrgð á að velja sér lífeyrissjóð og greiða iðgjöld sín reglulega til að tryggja réttindi sín, öndvert við almennt launafólk þar sem aðild fer samkvæmt viðkomandi kjarasamningi og/eða sérlögum ef við á.

Við val á lífeyrissjóði er ráðlagt að huga að:

  • Lífeyrisréttindum: Skoða réttindakerfi hvers sjóðs, t.d. örorku-, makalífeyris- og barnalífeyrisréttindi.
  • Ávöxtunarsögu: Samanburður á ávöxtun mismunandi sjóða yfir lengra tímabil.
  • Fyrirkomulagi viðbótarsparnaðar: Hvort sjóðurinn býður góða kosti fyrir viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað).
  • Skilmálum úttektar: Hvenær og hvernig hægt er að hefja töku lífeyris og hvaða sveigjanleiki er í boði.

Réttindi og úttekt lífeyris

Lífeyrisréttindi sjálfstætt starfandi einstaklinga byggjast á sömu reglum og hjá launafólki:

  • Ellilífeyrir: Greiðslur hefjast venjulega við 67 ára aldur en hægt er að fresta til 70 ára gegn auknum réttindum.
  • Örorkulífeyrir: Ef sjálfstætt starfandi einstaklingur missir starfsgetu vegna veikinda eða slysa á hann rétt á örorkulífeyri, að því gefnu að iðgjöld hafi verið greidd.
  • Makalífeyrir og barnalífeyrir: Fjölskyldumeðlimir geta átt rétt á greiðslum við andlát.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðum lífeyrissjóða og á www.lifeyrismal.is.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt