- Sjálfstætt starfandi sérfræðingar
- Reiknivél fyrir útselda vinnu
- Félags- og sjóðagjöld
- Sjóðir BHM
- Skattar
- Rekstur, eigin kennitala eða félag
- Tryggingar, lögbundnar og valkvæðar
- Óskráð atvinnustarfsemi
- Höfundarréttur og tengd réttindi
- Lífeyrissjóður
- Sjúklingatryggingar - heilbrigðisstarfsmenn
- Atvinnuleysisbætur
- Fæðingarorlof
- Gjaldþrot
- Rekstur á eigin kennitölu (sjálfstæð starfsemi)
- Rekstur í einkahlutafélagi (ehf.)
Hægt er að velja önnur félagsform, allt eftir stærð reksturs, fjölda eigenda og ábyrgðarskipan. Má þar til dæmis nefna samlagsfélag sem er samstarfsform tveggja eða fleiri aðila þar sem ábyrgð þeirra er mismunandi og sameignarfélag (sf.) sem er félag tveggja eða fleiri aðila sem bera ótakmarkaða, óskipta ábyrgð á skuldbindingum félagsins.
Rekstur á eigin kennitölu
Stofnandi ákveður að vera einn í sínum rekstri, byrjar smátt og velur að selja sérfræðiþjónustu sína í eigin nafni og á eigin kennitölu. Reikningar fyrir útselda vinnu eru á kennitölu viðkomandi einstaklings.
Kostir við þetta fyrirkomulag er engin þörf á að stofna félag eða leggja fram stofnfé. Aðeins þarf að skrá sig hjá Skattinum sem rekstraraðila (launagreiðendaskrá o.fl.). Enginn kostnaður við skráningu fyrirtækis hjá fyrirtækjaskrá, engin lögbundin ársreikningaskil (nema tekjur fari yfir ákveðin mörk).
Minni kröfur um bókhald en hjá einkahlutafélagi, nema tekjur fari yfir 20 milljónir kr. á ári. Þá fer allur hagnaður eftir skatta beint til eiganda þar sem enginn aðskilnaður er milli eiganda og rekstrar.
Ókostir eru fyrst og fremst þeir að einstaklingurinn ber fulla ábyrgð á skuldbindingum rekstursins með eigin eignum. Ef viðkomandi er úrskurðaður gjaldþrota vegna þess að illa fer í rekstrinum þá geta kröfuhafar leitað í allar eignir viðkomandi, þ.m.t. eignir sem tengjast ekki rekstrinum.
Þá kann trúverðugleiki gagnvart viðskiptavinum og lánastofnunum að vera takmarkaður þar sem sumir viðskiptavinir og birgjar kjósa að eiga viðskipti við fyrirtæki með aðskilda kennitölu.
Rekstur í einkahlutafélagi (ehf.)
Einkahlutafélag er sjálfstæður lögaðili með eigið nafn og kennitölu.
Kostir við ehf. er hin takmarkaða ábyrgð, þ.e. eigandi, eða eigendur séu þeir fleiri, bera almennt ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins.
Félagið er sjálfstæður lögaðili og skattaðili með eigin kennitölu, sem getur verið ákjósanlegt fyrir viðskipti og fjármögnun.
Skrá þarf ehf. hjá fyrirtækjaskrá, því fylgir kostnaður, útbúa þarf stofngögn (samþykktir o.fl.) auk þess sem stofnfé þarf að vera a.m.k. er 500.000 kr.
Skylt er að halda tvíhliða bókhald og skila ársreikningi til Skattsins.
Hvaða valkostur hentar best?
- Fyrir smærri rekstur, með lítilli fjárhagslegri áhættu, gæti verið einfaldara að hefja starfsemi á eigin kennitölu.
- Fyrir stærri rekstur, eða ef ábyrgð þarf að vera takmörkuð, er oft betra að stofna einkahlutafélag.
Leitaðu ráða!
Lögmenn og endurskoðendur veita ráðgjöf um þau rekstrarform sem henta í þínum rekstri, skattaleg málefni og aðra þætti sem mikilvægt er að hafa í huga og skipta máli í þínum rekstri.
Hjá aðildarfélögum BHM færðu upplýsingar um kosti aðildar, þ.m.t. að ýmsum sjóðum BHM sem styrka félagsfólk til endurmenntunar og starfsþróunar sem og sjúkrasjóði.