Gjald­þrot

Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta lent í þeim aðstæðum að aðilar sem keypt hafa af þeim þjónustu lendi í greiðsluerfiðleikum og gjaldþroti og geti ekki greitt fyrir þá vinnu sem innt hefur af hendi.

Kröfur sjálfstætt starfandi einstaklinga í þrotabú njóta hins vegar ekki forgangs við úthlutun fjármuna til kröfuhafa. Þá eiga þeir ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðasjóði launa, þar sem sjóðurinn er einungis ætlaður til að tryggja launamönnum greiðslu vangoldinna launa og tengdra réttinda ef vinnuveitandi þeirra verður gjaldþrota.

Sjálfstætt starfandi einstaklingar teljast ekki vera í ráðningarsambandi við annan aðila og falla því utan verndar sjóðsins. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að greina á milli stöðu sjálfstætt starfandi og launamanna þegar kemur að réttindum í gjaldþrotamálum.

Sjálfstætt starfandi verður gjaldþrota

Á hinn bóginn ef sá sem starfað hefur sjálfstætt (á eigin kennitölu eða til dæmis í gegnum ehf.) verður sjálfur gjaldþrota þá njóta kröfur starfsmanna sem hafa verið í ráðningarsambandi við hann verndar Ábyrgðasjóðs launa.

Ráðgjöf aðildarfélaga BHM

Félagsfólk BHM getur ávallt leitað ráðgjafar hjá sínu aðildarfélagi ef mál eru komin í farveg gjaldþrots, hvort sem það varðar kröfur á þrotabú eða vegna stöðu sinnar sjálfstætt starfandi einstaklings. Ráðgjöf getur skipt sköpum í því að meta næstu skref og gæta hagsmuna sinna.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt