Fæð­ing­ar­or­lof

Sjálfstætt starfandi einstaklinga eiga rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.

Samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof eiga foreldrar sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þeim er heimilt að framselja allt að sex vikur af sínum rétti til hins foreldrisins.

Heildarréttur tveggja foreldra er því 12 mánuðir.

Ávinnsla réttar

Til að eiga rétt á greiðslum þurfa sjálfstætt starfandi einstaklingar að hafa verið í samfelldu starfi í a.m.k. sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir fæðingardag barns eða þann dag sem barn kemur inn á heimilið við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur.

Greiðslur

Mánaðarleg greiðsla úr Fæðingarorlofssjóði til sjálfstætt starfandi nemur 80% af meðaltali heildarlauna og reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið tryggingagjald af og skal miða við tekjuárið á undan fæðingarári barns eða því ári er barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur.

Nauðsynlegt er að fólk reikni sér ekki of lágt endurgjald þar sem það hefur bein áhrif á þá greiðslu sem umsækjandi á rétt í fæðingarorlofi.

Upplýsingar um reiknað endurgjald eru birtar á heimasíðu Skattsins.

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun ber ábyrgð á afgreiðslu umsókna um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til sjálfstætt starfandi einstaklinga. Fólki er ráðlagt að hafa samband við stofnunina með góðum fyrirvara til að fá nauðsynlegar upplýsingar um réttindi og skyldur og meðferð mála.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt