Þegar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi eða skipulagi á vinnustað getur þurft að meta áhrif þeirra á öryggi og heilbrigði starfsfólks.
Sem dæmi má nefna upptöku á nýju vinnutímaskipulagi, innleiðingu nýs vélbúnaðar og/eða ferla við framleiðslu vöru, umbyltingu í veitingu þjónustu til dæmis með aðstoð stafrænnar tækni, flutningur á starfsemi í nýtt húsnæði og/eða breytingar á vinnurýmum.
Meiriháttar breytingar í starfsmannahaldi, þ.m.t. hópuppsagnir og aðilaskipti, teljast einnig til áhættuþátta að því er varðar hin sálfélagslegu áhrif sem slík umskipti geta haft á heilsu fólks.
Almenn fyrirmæli laga um áhættumat og heilsuvernd gilda við framangreindar aðstæður.
Lesa má um áhrif skipulagsbreytingar á heilsu starfsfólks í Investing in well-being at work - Addressing psychosocial risks in times of change.
Sjá einnig: Minimizing the adverse effects of restructuring on employee health and wellbeing.