Yfir landa­mærin

Frjálst flæði fólks er ein af grunnstoðum EES-samningsins sem tengir saman vinnumarkaði aðildarríkja ESB-ríkja og EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtenstein og Noregs.

Hugmyndin um opna vinnumarkaði byggist á því að starfsfólk geti flutt frjálst milli svæða eða landa í atvinnuleit án þess að mæta hindrunum. Í Evrópu er þessi hugmynd órjúfanlega tengd efnahagslegum samruna ríkja og markaðssamstarfi sem leggur áherslu á frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og fólks.

Ísland, Noregur og Liechtenstein taka þátt í þessu samstarfi með aðild sinni að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Með EES-samningnum hefur skapast sameiginlegur vinnumarkaður sem hefur opnað fjölmörg tækifæri fyrir háskólamenntað starfsfólk og sérfræðinga í ólíkum greinum, þar á meðal í tækni, heilbrigðisþjónustu, vísindum og menningu.

Hinn sameiginlegi vinnumarkaður í Evrópu byggir á eftirfarandi meginreglum:

1. Frjáls för launafólks: Ríkisborgarar EES-ríkja eiga rétt á að búa og starfa í hvaða öðru EES-ríki sem er án þess að þurfa sérstök atvinnuleyfi. Þetta stuðlar að hreyfanleika vinnuafls yfir landamæri og eykur aðgengi að fjölbreyttum störfum.

2. Jöfn meðferð: Launafólk frá EES-ríkjum á rétt á sömu meðferð og ríkisborgarar viðkomandi ríkis þegar kemur að launakjörum, starfsskilyrðum og öðrum réttindum sem tengjast vinnu. Þetta bannar mismunun á grundvelli þjóðernis og tryggir jafnræði á vinnumarkaði.

3. Viðurkenning starfsréttinda: Í gildi eru reglur sem tryggja að starfsréttindi og menntun sem viðurkennd eru í einu EES-ríki geti verið tekin gild í öðru. Þetta auðveldar fólki að nýta menntun sína og starfsreynslu yfir landamæri án þess að þurfa að endurmennta sig að óþörfu.

4. Samhæfing almannatrygginga: Með reglum um samhæfingu almannatryggingakerfa er tryggt að réttindi sem fólk hefur áunnið sér í einu landi, svo sem lífeyrisréttindi, réttur til heilbrigðisþjónusta eða atvinnuleysisbætur, glatist ekki við búferlaflutninga. Þannig tryggist samfella í réttindum einstaklinga sem flytja milli EES-ríkja.

5. Vinnulöggjöf: Reglur EES tryggja vernd gegn mismunun á vinnumarkaði og kveða á um lágmarksréttindi starfsfólks. Þar á meðal eru ákvæði um heilsuvernd og öryggi á vinnustað, vinnutíma, persónuvernd og réttindi starfsfólks í tengslum við skipulagsbreytingar, þ.m.t. hópuppsagnir og gjaldþrota. Sérstaklega er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna, meðal annars hvað varðar jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt