Félagsfólk samþykkir kjarasamninga við ríkið og sveitarfelög

Félagsfólk í nokkrum aðildarfélögum BHM hefur að undanförnu gengið til kosninga um nýgerða kjarasamninga.

Samningar allra félaganna gilda frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Við ríkið gerðu sjö félög samning, Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS), Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), Félag lífeindafræðinga (FL), Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ), Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ), Stéttarfélag lögfræðinga (SL) og Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ).

Samningur FHSS við ríkið var samþykktur með 89% greiddra atkvæða. Tæp 83% félagsfólks FÍN sem greiddi atkvæði samþykkti kjarasamninginn við ríkið og rúmlega 60 prósent félagsfólks FL. Hjá FÍ samþykkti tæp 87% félagsfólks kjarasamning félagsins við ríkið og 94% félagsfólks IÍ. Þá greiddi 78% félagsfólks SL atkvæði með samningi við ríkið og rúm 82% félagsfólks í ÞÍ.

Einnig undirrituðu Stéttarfélag lögfræðinga (SL) og Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) nýverið samning við sveitarfélög önnur en Reykjavíkurborg. Alls 75% félagsfólks SL greiddi atkvæði með samningnum við Samband íslenskra sveitarfélaga og 93% félagsfólks KVH.

Þá ber að geta þess að Félag íslenskra náttúrufræðinga undirritaði á Þorláksmessu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem verður kynntur félagsfólki 6. janúar nk. Strax að loknum fundi hefst atkvæðagreiðsla um samninginn.

Nánari upplýsingar um kjörsókn og dreifingu atkvæða eru að finna á heimasíðum aðildarfélaganna.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt