Málið snýst um flugvirkja hjá Samgöngustofu sem hafði farið í tvær vinnuferðir til útlanda. Báðar ferðirnar hófust snemma morguns á Íslandi og enduðu seint um kvöld eða daginn eftir á áfangastað. Svipað gilti um ferðalagið til baka. Í öllum tilvikum hafði vinnuveitandi greitt starfsmanninum laun á tímabilinu frá kl. 8 til 16 dag hvern en neitað að greiða vegna ferðatíma fyrir og eftir.
Nú hafa héraðsdómur Reykjavíkur, Landsréttur og Hæstiréttur kveðið upp þann dóm að ferðalög á vegum vinnuveitanda teljast til vinnutíma frá brottför af heimili til komu á áfangastað. Fordæmisgildið gæti vart verið meira því þessu til viðbótar liggur fyrir ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins sem er á sömu skoðun.
BHM hvetur allt félagsfólks aðildarfélaga BHM sem hefur ferðast á vegum vinnuveitanda síðastliðin ár að kanna hjá sínum vinnuveitanda hvort það eigi rétt á greiðslu vegna ferðatíma sem ekki fékkst greiddur þegar ferðalagið átti sér stað. Fáist ekki svar eða óljóst svar er rétt að félagsfólk snúi sér til síns stéttarfélags og fáir þar aðstoð við að greina hvort réttur er til staðar.