Ég á von á barni

Það fylgir því alls konar undirbúningur að eiga von á barni. BHM hjálpar sínum félögum að fræðast um réttindi verðandi foreldra, greiðslur í fæðingarorlofi, fæðingarstyrk og fleira sem gott er að þekkja þegar fjölskyldan stækkar.

Hvort sem þú ert að hugsa um að eignast barn, átt von á barni eða hefur nýlega eignast barn þarf að huga að ýmsum þáttum sem ef til vill eru ekki til umræðu dagsdaglega. Það getur verið ansi yfirþyrmandi að fara inn í nýjar aðstæður en því er einmitt gott er að kynna sér réttindin vel svo hægt sé að njóta meðgöngunnar og fæðingarorlofsins sem best.

Vissir þú?

... að barnshafandi konur eiga rétt á að fara frá vinnu til að mæta í mæðraskoðun án frádráttar launa.

Mig langar að eignast barn

Fæðingarstyrkur

Það er ýmis kostnaður sem tínist til þegar bætist við fjölskylduna. Þess vegna getur fæðingarstyrkur komið sér afar vel. Félagar í aðildarfélögum BHM eiga rétt á fæðingarstyrk vegna fæðingar hvers barns.

Fæðingarorlof

Þú á rétt á fæðingarorlofi við fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur. Nú er samanlagt fæðingarorlof foreldra 12 mánuðir sem skiptast jafnt á milli foreldra. Auk þess er foreldrum heimilt að framselja allt að 1,5 mánuði á milli sín henti það þeirra aðstæðum betur.

Mánaðarlegar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldris í fullu fæðingarorlofi eru 80% af meðaltali heildarlauna. Greiðslan nemur þó að hámarki 800 þúsund krónum á mánuði (mv. 1.1.2025).

Mikilvægt er að því sé haldið til haga að ráðningarsamband milli starfsmanns og vinnuveitanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi. Það þýðir að þú átt rétt á að snúa aftur í sama starf og þú varst í að loknu fæðingar- eða foreldraorlofi.

Dvalarstyrkur

Fyrir þau sem búa langt frá fæðingarstað getur dvalarstyrkur komið sér afar vel. Það er styrkur til barnshafandi foreldris sem þarf að dvelja fjarri heimili sínu til að fá nauðsynlega þjónustu vegna fæðingar barns. Fjarlægð, færð, óveður, verkfall eða áhættumeðgönga eru til dæmis forsendur fyrir dvalarstyrk.

Vissir þú?

...að foreldrar sem starfa á íslenskum vinnumarkaði eiga rétt á fjögurra mánaða launalausu foreldraorlofi til að annast barn sitt. Þessi réttur er til viðbótar við fæðingarorlof og er ekki framseljanlegur. Réttur til foreldraorlofs fellur niður við átta ára aldur barns.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt