Þú á rétt á fæðingarorlofi við fæðingu barns, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur. Nú er samanlagt fæðingarorlof foreldra 12 mánuðir sem skiptast jafnt á milli foreldra. Auk þess er foreldrum heimilt að framselja allt að 1,5 mánuði á milli sín henti það þeirra aðstæðum betur.
Mánaðarlegar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldris í fullu fæðingarorlofi eru 80% af meðaltali heildarlauna. Greiðslan nemur þó að hámarki 800 þúsund krónum á mánuði (mv. 1.1.2025).
Mikilvægt er að því sé haldið til haga að ráðningarsamband milli starfsmanns og vinnuveitanda helst óbreytt í fæðingar- og foreldraorlofi. Það þýðir að þú átt rétt á að snúa aftur í sama starf og þú varst í að loknu fæðingar- eða foreldraorlofi.