Ég vil endurmennta mig
Að bæta við sig þekkingu getur opnað fjölmörg ný tækifæri fyrir þig. BHM býður félögum sínum upp á ýmsa möguleika til að auðvelda þeim að endurmennta sig og sækja sér fræðslu. Það kemur flestum á óvart hvað tækifærin leynast víða.
Vissir þú?
... að starfsþróun gengur út á að þróast í starfi, tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfni. Starfsþróun er á ábyrgð hvers og eins en hún er ekki síst fjárfesting fyrir vinnustaðinn.
Starfsmenntunarsjóður BHM
Vissir þú?
... að ýmis námskeið á sviði tölvutækni og tungumála eru styrkhæf hjá Starfsmenntunarsjóði BHM, jafnvel þó þau tengist ekki beint starfi eða háskólamenntun félaga. Ástæðan er að almennt er slík þekking talin verðmæt og bæta starfshæfni fólks.
Starfsþróunarsetur háskólamanna
Hvernig virkar Starfsþróunarsetrið?
Edda Margrét Hilmarsdóttir útskýrir í myndbandinu hér að neðan hvað Starfsþróunarsetur háskólamanna styrkir auk þess sem hún svarar algengum spurningum.