Ég vil endurmennta mig

Að bæta við sig þekkingu getur opnað fjölmörg ný tækifæri fyrir þig. BHM býður félögum sínum upp á ýmsa möguleika til að auðvelda þeim að endurmennta sig og sækja sér fræðslu. Það kemur flestum á óvart hvað tækifærin leynast víða.

Stundum er sagt að það sé hollt fyrir alla að læra eitthvað nýtt. Við tökum undir það. Þó fólk ljúki háskólanámi og sé í draumastarfinu er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu. Endurmenntun er margvísleg og það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt.

Langar þig að fara í tungumálakennslu, á ráðstefnur, námskeið eða hreinlega skella þér í meira nám? BHM hjálpar sínum félögum að láta drauminn verða að veruleika í gegnum Starfsmenntunarsjóð. Starfsþróunarsetur háskólamanna styrkir einnig einstaklinga, stofnanir og mörg aðildarfélög BHM.

Vissir þú?

... að starfsþróun gengur út á að þróast í starfi, tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfni. Starfsþróun er á ábyrgð hvers og eins en hún er ekki síst fjárfesting fyrir vinnustaðinn.

Starfsmenntunarsjóður BHM

Starfsmenntunarsjóður BHM veitir meðal annars styrki svo félagar geti sótt:

  • Nám
  • Stök námskeið
  • Ráðstefnur og málþing
  • Fræðslu og kynnisferðir

Hægt er að sækja um styrki frá Starfsmenntunarsjóði BHM hvort sem verkefnið fer fram á Íslandi eða erlendis.

Félagar sem hafa greitt í starfsmenntunarsjóð BHM í 6 mánuði, þar af 3 samfellda, eiga rétt á styrkjum úr sjóðnum. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um.

Vissir þú?

... að ýmis námskeið á sviði tölvutækni og tungumála eru styrkhæf hjá Starfsmenntunarsjóði BHM, jafnvel þó þau tengist ekki beint starfi eða háskólamenntun félaga. Ástæðan er að almennt er slík þekking talin verðmæt og bæta starfshæfni fólks.

Starfsþróunarsetur háskólamanna

Hlutverk Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi félaga aðildarfélaga BHM og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun.

Setrið styrkir:

  • Einstaklinga
  • Stéttarfélög
  • Stofnanir og sveitarfélög

Hvað er styrkt?

  • Nám á háskólastigi
  • Faglegt nám, námskeið og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun)
  • Tungumála- og upplýsingatækninám
  • Önnur námskeið sem miða að því að styrkja fólk í starfi

Á ferðalögum eru veittir styrkir til að mæta:

  • Flugkostnaði
  • Gistikostnaði
  • Samgöngum til og frá flugvelli erlendis
  • Fastur styrkur er veittur vegna ferðakostnaðar innanlands

19 af 27 félögum BHM hafa samið um aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna. Kannaðu hvort þitt félag sé með aðild.

Hvernig virkar Starfsþróunarsetrið?

Edda Margrét Hilmarsdóttir útskýrir í myndbandinu hér að neðan hvað Starfsþróunarsetur háskólamanna styrkir auk þess sem hún svarar algengum spurningum.

Íslenskukennsla

Félagar aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum eiga rétt á að sækja íslenskunámskeið og efla sig í starfi á vinnutíma. Hægt er að sækja um styrki til tungumálanáms bæði hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna og Starfsmenntunarsjóði BHM.

Við hjá BHM teljum að bæði stéttarfélög og atvinnurekendur þurfi að koma til móts við fólk af erlendum uppruna í þessum efnum og sýna í verki að það sé velkomið á íslenskan vinnumarkað með því að stuðla að íslenskunámi þess.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt