Ég var að útskrifast
Það eru stór tímamót að útskrifast úr háskólanámi og halda út á vinnumarkaðinn með glænýja þekkingu í farteskinu. Það skiptir líka máli að velja stéttarfélag sem gætir hagsmuna þinna.
Að halda út á vinnumarkaðinn eftir útskrift er spennandi tími. Mörg fara strax að leita sér að starfi sem hentar nýrri þekkingu en atvinnuleit getur verið heilmikið verkefni sem krefst tíma og þolinmæði. Þegar þú ferð að líta í kringum þig eftir starfi að útskrift lokinni er snjallt að gefa sér líka tíma í að finna hvaða stéttarfélag hentar þér best.
Þú átt heima í BHM að lokinni útskrift
Styrkir og sjóðir BHM
Að finna rétta starfið
Vissir þú?
...að öll eiga rétt á að velja sér sitt stéttarfélag óháð vinnustað. Við ráðningu er mikilvægt að skoða fyrsta launaseðilinn vel svo það fari ekki á milli mála í hvaða stéttarfélag er greitt.
Ráðningarsamningar
Þó það sé spennandi að byrja í nýju starfi þarf að passa að gleyma ekki að skoða ráðningarsamninginn vel. Aðildarfélög BHM aðstoða félaga sína og leiðbeina varðandi ráðningarsamninga, kjör, réttindi og fleira.
Félagar eru hvattir til að hafa samband við sitt stéttarfélag ef spurningar vakna.
Atvinnuleysi og aðild að stéttarfélagi
Fólk sem fær greiddar atvinnuleysisbætur getur óskað eftir því að halda áfram að greiða til stéttarfélagsins síns. Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur þarf að merkja sérstaklega við reit þess efnis á eyðublaði og Vinnumálastofnun sér um að koma greiðslunni til stéttarfélagsins.
Með því að óska eftir áframhaldandi stéttarfélagsaðild viðheldur þú mikilvægum áunnum réttindum. Til dæmis rétti til að fá þjónustu frá félaginu þínu og greiðslur úr sjóðum BHM sem geta komið sér afar vel.