Heils­an í vinn­unni

Starfsfólk á rétt á heilbrigðum og öruggum vinnuaðstæðum.

Öflugt vinnuverndarstarf sem skilar árangri krefst þekkingar og ábyrgðar af hálfu vinnuveitanda, samvinnu við starfsfólk, áhættumats og forvarna.

Óhóflegur vinnutími og álag vegna ástands mönnunar, áreitni og slæm vinnustaðamenning veldur streitu og vanlíðan meðal starfsfólks. Ef ekki er brugðist tímanlega við slíkri þróun er hætta á auknum fjarvistum vegna veikinda og kulnunnar í starfi.

Árangursríkt vinnuverndarstarf byggir á góðu jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs. Alvarleg áföll sem og ábyrgð á umönnun nákominna vegna veikinda eða fötlunar samhliða fullu starfi geta verið mjög streituvaldandi. Slíkar aðstæður kalla á viðbrögð í samstarfi vinnuveitanda og starfsfólks. Ýmsar ráðstafanir koma til greina, þ.m.t. endurskoðun verkefna og ábyrgðar og sveigjanleiki í vinnutilhögun. Leyfi frá störfum vegna umönnunar nákominna og sorgarleyfi taka einnig mið af þessu.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt