Fjar­vinna

Ákvæði laga um aðbúnað og hollustuhætti gilda um vinnuaðstæður fólks í fjarvinnu.

Áhættumat og vinnuumhverfi í fjarvinnu

Eðli máls samkvæmt getur verið erfitt að framkvæma áhættumat í vinnuumhverfi starfsfólks sem gegnir starfsskyldum í fjarvinnu, hvort sem hún fer fram á eigin heimili eða utan hins fasta vinnustaðar. Vinnuumhverfið í fjarvinnu jafnast ekki endilega á við það sem býðst í hefðbundnu skrifstofurými, til dæmis hvað varðar gæði skrifstofustóla og vinnuborða.

Auk þess geta félagsleg einangrun og aukið álag í fjarvinnu, sérstaklega þegar hún er skipulögð yfir lengra tímabil, verið áhættuþættir sem þarf að huga að.

Vinnuveitendur og öryggistrúnaðarmenn eiga rétt á því að hafa aðgang að þeim stað þar sem fjarvinna fer fram til að tryggja að viðeigandi reglum um heilbrigði og öryggi sé fylgt. Hins vegar gilda ákveðin takmörk í samræmi við lög og kjarasamninga. Ef starfsfólk vinnur á eigin heimili er slíkur aðgangur háður fyrirfram tilkynningu og samþykki starfsmanns.

Á vef Vinnueftirlits ríkisins eru birtar ítarlegar upplýsingar um réttindi starfsfólks í fjarvinnu.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt