Áhættu­mat og for­varn­ir

Atvinnurekandi ber ábyrgð á vinnuverndarstarfi sem nær til stofnunar eða fyrirtækisins í heild og allra vinnuaðstæðna sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu starfsfólks.

Í því skyni skal ber vinnuveitanda gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem markar stefnu varðandi aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustaðnum.

Vinnuveitandi þarf að bera kennsl á þær hættur sem kunna að felast í framkvæmd vinnunnar og vinnuumhverfinu sjálfu og meta hugsanleg áhrif á öryggi og heilbrigði starfsfólks.

Þegar gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað krefst færni sem atvinnurekandi eða starfsmenn hans hafa ekki yfir að ráða skal atvinnurekandi fá til liðs við sig þjónustuaðila sem hlotið hefur viðurkenningu Vinnueftirlits til þeirra starfa.

Vinnuveitanda ber við gerð áhættumats að greina áhættuþætti eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustaðnum.

Tekið skal tillit til andlegra og félagslegra þátta í tengslum við vinnuaðstæður á vinnustaðnum, svo sem fjölda og aldurs starfsmanna, kynjahlutfalls meðal starfsmanna, ólíks menningarlegs bakgrunns starfsmanna, skipulags vinnutíma og eðlis starfa á vinnustaðnum.

Þegar áhættumat á vinnustað gefur til kynna að heilsu og öryggi starfsfólks sé hætta búin skal atvinnurekandi grípa til nauðsynlegra forvarna og gera allar þær ráðstafanir sem honum frekast er unnt til að draga úr hættum.

Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna ítarlegar upplýsingar um áhættumat, hvernig bregðast skal við niðurstöðu þess, heilsuvernd o.m.fl.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt