Jafn­rétti kynj­anna

Samræming á fjölskyldu- og atvinnulífi er á meðal þeirra ráðstafana sem styðja markmið um jafna stöðu og jöfn tækifæri kynjanna.

Markmið laga um jafna stöðu og jafnrétti kynjanna er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.

Samræming á fjölskyldu- og atvinnulífi er meðal þeirra ráðstafana sem jafnréttislögin skilgreina sem leið að þessu markmiði.

Atvinnurekendum ber að gera ráðstafanir til að auðvelda starfsfólki að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu, óháð kyni.

Í því efni er talað um að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsfólks og þarfa atvinnulífs, þ.m.t. að starfsfólki sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna brýnna fjölskylduaðstæðna, sbr. 13. gr. laganna.

Jafnréttisáætlun eða samþætting jafnréttissjónarmiða í starfsmannastefnu er ein leið til að koma á nauðsynlegum ráðstöfunum til að gera starfsfólki kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Sjá til hliðsjónar Jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt