BHM leggur sig fram við að taka vel á móti þessum sífellt stækkandi hópi.
Ákveðin aukavinna og ábyrgð fylgir því að vera sjálfstætt starfandi. Aðilar verða sjálfir að standa skil á ýmsum sköttum og gjöldum, svo sem lífeyrissjóðsgreiðslum.
Mikill munur er á stöðu sjálfstætt starfandi einstaklings og launafólks, en lög og kjarasamningar tryggja launafólki ýmis réttindi sem sjálfstætt starfandi njóta ekki.
Þau sem starfa sjálfstætt eiga ekki rétt á:
- Greiddu orlofi
- Orlofs- og desemberuppbót
- Launum fyrir viðurkennda frídaga
- Eru ekki slysatryggð skv. kjarasamningi
- Eiga ekki rétt á launum í veikindum
svo eitthvað sé nefnt.
Þegar sjálfstætt starfandi reikna verð á útseldri vinnu verða þeir að gera ráð fyrir þessum þáttum sem bætist þá við það kaup sem þeir vilja fá fyrir veitta þjónustu.
Nánari upplýsingar um réttindi sem fylgja aðild, upphæð félagsgjalda o.fl. má nálgast á heimasíðum aðildarfélaganna.